19 júní 2006

Slæm umhirða í Jónasarlundi

Við hjónin brugðum okkur í ökuferð um síðustu helgi og lá leiðin til Akureyrar. Við gistum eina nótt á Hótel Eddu í Laugarlækjarskóla og aðra nótt á Hótel Eddu á Akureyri. Komum við víða við á mörgum skemmtilegum stöðum á leiðinni. Okkur hafði verið bent á að stoppa í Jónasarlundi á bökkum Öxnarár því þar væri gaman að koma. Við gerðum það á hemleiðinni og satt var það að þetta er skemmtilegur áningarstaður og góð upprifjun á sögu Jónasar Hallgrímssonar og æskustöðva hans. Það olli okkur mikilla vonbrigða hversu illa er um þennan stað hirt. Þarna er kominn mikill og góður gróður en hann nýtur sín engan veginn sökum illgresis. Er það von okkar að heimamenn bretti nú upp ermarnar og komi þessum fallega stað í betra horf. Posted by Picasa